Skip to content

Stjórn SAF starfsárið 2023-2024

Rannveig Grétarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi, Björn Ragnarsson, Bjarnheiður Hallsdóttir, Helgi Már Björgvinsson, Ragnhildur Ágústsdóttir, Sævar Guðjónsson

Þrír stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára á aðalfundi 2023, þau Rannveig Grétarsdóttir (Elding), Helgi Már Björgvinsson (Icelandair) og Nadine Guðrún Yaghi (Play). Varamaður var kjörinn Skarphéðinn Berg Steinarsson (Sjávarborg). 

Stjórn SAF starfsárið 2023-2024 var því svo skipuð:
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður (Katla DMI)
Björn Ragnarsson (Kynnisferðir)
Helgi Már Björgvinsson (Icelandair)
Nadine Guðrún Yaghi (Play)
Ragnhildur Ágústsdóttir, (Lava Show)
Rannveig Grétarsdóttir (Elding)
Sævar Guðjónsson (Ferðaþjónustan Mjóeyri)

Stjórn SAF hélt 12 formlega fundi á starfsárinu en auk þeirra var nokkur fjöldi óformlegra funda, og stjórnarmeðlimir sóttu einnig fjölda funda á vegum SAF og SA varðandi vinnumarkaðsmál og önnur viðfangsefni samtakanna

Aðalfundur SAF

30. MARS 2022

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn á Fosshótel Stykkishólmi 30. mars 2023, en fundinn sóttu um 100 fulltrúar aðildarfyrirtækja samtakanna.

Fagfundir SAF voru haldnir að morgni sama dags í aðdraganda aðalfundar og voru fundastaðir hjá ýmsum fyrirtækjum í bænum. Þar var farið yfir starfsárið og þær áskoranir sem framundan voru ásamt kosningum nefndarfulltrúa fyrir starfsárið 2023-2024. 

Þrír fulltrúar voru kjörnir í stjórn SAF til tveggja ára en engar breytingar voru gerðar á lögum samtakanna. 

Smelltu á takkann hér að neðan til að nálgast upplýsingar um aðalfund 2023 og gögn af fundinum.

Nefndastarf byggir undir öflugt rekstrarumhverfi

Að venju mæðir töluvert á fagnefndum SAF á starfsárinu. Haldnir voru yfir 50 nefndafundir auk nokkurra netfunda. Einnig stóðu nokkrar nefndir fyrir vel sóttum félagsfundum og notendafundum um sín málefni, þar á meðal haustfund og Hotel Camp. Málefni nefndanna byggjast á því að skapa tryggt resktrarumhverfi með aukna framleiðni að leiðarljósi

Sem helstu mál í nefndastarfinu má nefna kjaramál, fræðslumál,  markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað, orkuskiptaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja, sjálfvirkni, skattaumhverfi og skilum á gögnum fyrir ferðatryggingasjóð, baráttu gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri erlendri starfsemi. Nefndirnar áttu notendafundi með Samgöngustofu, Vegagerð, Faxaflóahöfnum og Isavia. Fundirnir mæltust vel fyrir og er ætlunin að endurtaka þá á næsta starfsári. 

GISTISTAÐANEFND

Friðrik Árnason  Hótel Bláfell
Ingvar Eyfjörð Jónsson  Courtyard by Marriot
Ólöf Guðmundsdóttir  Berjaya Iceland Hotels
Thelma Thorarensen  Íslandshótel/Hótel Reykjavík Grand
Valgerður Ómarsdóttir  Radisson blu 1919 Hotel

HÓPBIFREIÐANEFND

Árni Gunnarsson  Arctic Adventures
Eðvarð Þór Williamsson  Guðmundur Jónasson ehf / GJ TRAVEL
Rúnar Garðarsson  Reykjavik Sightseeing
Hlynur Snæland Lárusson  Snæland Grímsson
Gunnar M. Guðmundsson  SBA – Norðurleið h/f

Varamenn
Sævar Baldursson  bus4u iceland
Haraldur Teitsson  Teitur ferðir

SIGLINGANEFND

Ásta María Marinósdóttir  Special Tours
Rúnar Karlsson  Borea Adventures
Sara Sigmundsdóttir  Akureyri whale watching
Stefán Guðmundsson  Gentle Giants
Sveinn Ómar Grétarsson  Elding

Varamenn
Heimir Harðarson  Norðursigling
Svanur Sveinsson  Seatrips ehf

Fagnefndir SAF

AFÞREYINGARNEFND

Ásta María Marinósdóttir  Special Tours
Rúnar Karlsson  Borea Adventures
Sara Sigmundsdóttir  Akureyri whale watching
Stefán Guðmundsson  Gentle Giants
Sveinn Ómar Grétarsson  Elding

Varamenn
Heimir Harðarson  Norðursigling
Svanur Sveinsson  Seatrips ehf

BÍLALEIGUNEFND

Benedikt Helgason  Go Campers
Hendrik Berndsen  Hertz – Bílaleiga Flugleiða
Pálmi Viðar Snorrason  Höldur ehf
Sævar Sævarsson  Blue Car Rental
Þorsteinn Þorgeirsson  Alp hf

Varamenn
Anton Smári Rúnarsson  Brimborg
Snorri Gunnar Steinsson  Bílaleiga Reykjavíkur

FLUGNEFND

Friðgeir Guðjónsson  Reykjavík Helicopters / Helo
Haukur Reynisson  Icelandair
Hörður Guðmundsson  Flugfélagið Ernir
Leifur Hallgrímsson  Mýflug
Margrét Hrefna Pétursdóttir  Fly Play hf.

FERÐASKRIFSTOFUNEFND

Árný Bergsdóttir  Snæland Grímsson
Ásberg Jónsson  Travel Connect
Erling Aspelund  Iceland Encounter ehf.
Inga Dís Richter  ICELANDIA
Stefán Gunnarsson  Guðmundur Jónasson ehf

Varamenn
Ingólfur Helgi Héðinsson  Kilroy Iceland ehf
Þórður Björn Sigurðsson  GoNorth ehf

VEITINGANEFND

Arnar Laxdal   Sker Restaurant
Bragi Skaftason  10 sopar ehf.
Friðgeir Ingi Eiríksson  Eiriksson Brasserie
Katrín Ósk Stefánsdóttir  Borg Restaurant
Sævar Karl Kristinsson  Íslandshótel

Varamenn
Hrefna Sverrisdottir  Rok
Jóel Hjálmarsson  Bryggjan Brugghús

Félagatal SAF 2023

Samtök ferðaþjónustunnar eru sameiginleg rödd ferðaþjónustu á Íslandi og byggir starfsemi þeirra á þátttöku fyrirtækja í greininni. Innan samtakanna eru fyrirtæki úr öllum geirum ferðaþjónustunnar; afþreyingarfyrirtæki, bílaleigur, ferðaskrifstofur, gististaðir, hópbifreiðafyrirtæki, fyrirtæki í útgerðum skipa og veitingastaðir. Auk þess eru fyrirtæki í ýmissi starfsemi tengdri ferðaþjónustu, svo sem tæknifyrirtæki, birtingafyrirtæki og fleira. Þá eiga ýmsar stofnanir aðild að samtökunum í gegnum svokallaða aukaaðild, svo sem markaðsstofur og félagasamtök. Í þessu felst gífurlegur styrkur þar sem ólíkar raddir innan geirans fá sæti við borðið og unnið er að hagsmunum ferðaþjónustu í heild sinni.

Við upphaf ársins 2023 voru 325 fyrirtæki í félagatali SAF, flest í gististarfsemi, afþreyingu og ferðaskrifstofur en fæst í flugi og útgerðum skipa. Ef horft er til staðsetningar fyrirtækja voru flestir félagsmenn staðsettir á höfuðborgarsvæðinu en vert er að benda á að hlutfall fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni er næstum jafnt. Á landsbyggðinni eru flestir félagsmenn á suðurlandi. Þó ber að taka fram að fjölmörg fyrirtæki eru með starfsemi í mörgum landshlutum og þessar tölur miða einungis við skráningu fyrirtækja í fyrirtækjaskrá.

Á árinu urðu breytingar á félagatali SAF, 38 fyrirtæki bættust við en 34 hættu aðild. Flestir nýir félagsmenn á árinu 2023 starfa í rekstri gististaða, eða tæp 40%, og þar á eftir veitingastaðir, eða tæp 24%. Nýir félagsmenn á árinu koma úr flestum landshlutum, þó flestir á höfuðborgarsvæðinu eða 63%. Ef horft er til þeirra sem hættu aðild voru þar flest fyrirtæki í veitingarekstri, rúm 29%, og rekstri gististaða, rúm 23%. Flest fyrirtækjanna sem hættu aðild voru einnig starfrækt á höfuðborgarsvæðinu eða 59%.

Starfsfólk SAF

Við upphaf aðalfundar 2023 störfuðu sex manns á skrifstofu SAF í 6 stöðugildum; framkvæmdastjóri, tveir verkefnastjórar, upplýsingafulltrúi, lögfræðingur og hagfræðingur, öll í fullu starfi.

Í lok ágúst bættust skrifstofunni kraftar starfsnema í fullu starfi er María Rut Ágústsdóttir hóf störf hjá samtökunum. María tók við 80% starfi verkefnastjóra í lok desember 2023. 

agust_elvar_bjarnason

Ágúst Elvar Bjarnason

Verkefnastjóri

Hóf störf 2019

Samtök ferðaþjónustunnar

Baldur Sigmundsson

Lögfræðingur

Hóf störf 2020

Diljá

Diljá Matthíasardóttir

Hagfræðingur

Hóf störf 2022

Gunnar-Valur-Sveinsson-verkefnastjóri-SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Verkefnastjóri

Hóf störf 2008

johannes_thor_skulason

Jóhannes Þór Skúlason

Framkvæmdastjóri

Hóf störf 2018

Maria-Rut-Agustsdottir-WEB

María Rut Ágústsdóttir

Verkefnastjóri

Hóf störf 2023

Skapti-Örn-Ólafsson-upplýsingafulltrúi-SAF

Skapti Örn Ólafsson

Upplýsingafulltrúi

Hóf störf 2014